Sex leikmenn úr fimm liðum
Það hefur margt gengið á í 3. deild karla síðan síðast var greint frá því á Fótbolti.net hver hefði verið leikmaður umferðarinnar í deildinni. Alls hafa farið fram sjö umferðir á rétt um mánuði og alls ekki seinna vænna að greina frá því hér á síðunni hverjir hefðu staðið upp úr, þó fyrr hefði verið.
Toppbaráttan í deildinni er lítið spenanndi, Reynir og KV eru örugg með sæti í 2. deild að ári - einungis spurning hvort liðið vinnur deildina. Á meðan er fallbaráttan í algleymingi, fimm lið berjast um að vera ekki annað tveggja liða sem fellur niður í 4. deild. Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fjallar vel og ítarlega um deildina og hefur valið leikmenn umferðarinnar frá því í sjöttu umferð. Þeir Sverri Mar Smárason og Óskar Smári Haraldsson eru umsjónarmenn þáttarins. Leikmaður umferðarinnar í 3. deild er í boði Jako Sport. Í þættinum er búið að velja leikmann umferðarinnar í sex af umferðunum sjö og hér með er greint frá valinu í textaformi:
Leikmaður þrettándu umferðar (sem upprunalega var númer fimmtán) var leikmaður Elliða. Natan Hjaltalín skoraði tvö mörk í óvæntum útisigri Elliða á Reyni Sandgerði. Natan er 22 ára gamall og er uppalinn hjá Fylki. Natan hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum á leiktíðinni.
Vængir Júpíters unnu 4-2 heimasigur á Einherja þann 6. september. Gunnar Jökull Johns var maður leiksins og skoraði hann tvö mörk fyrir Vængi. Gunnar er fæddur árið 1994 og gekk í raðir Vængja frá Berserkjum í félagaskiptaglugganum í ágúst. Gunnar hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum með Vængjum. Leikur Vængja og Einherja var liður í sextándu umferð en skráist hér sem umferð númer fjórtán.
Sigurður Donys Sigurðsson skoraði eitt marka Einherja gegn KFG þann 12. september sem var upprunalega liður í sautjándu umferð en skráist hér sem umferð númer fimmtán. Siggi átti mjög góðan leik og var maður umferðarinnar þegar Einherji vann 3-2 heimasigur. Hann kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir og á þeim hálftíma sneri Einherji leiknum sér í hag eftir að hafa lent 0-2 undir.
Þriðjudaginn 15. september fór fram heil umferð. Sú umferð var samkvæmt upprunalegri uppröðun umferð númer ellefu en er hér á lista sem umferð sextán. Besti maður þeirrar umferðar var Sewa Bockarie Marah sem skoraði þrennu í 5-1 sigri Tindastóls gegn Einherja. Sewa lék sex leiki með Tindastóli en hefur yfirgefið herbúðir félagsins. Hann skoraði alls fjögur mörk í sex leikjum.
Todor Hristov, leikmaður Einherja, var í annað sinn leikmaður umferðarinnar í kjölfar frammistöðu sinnar gegn KV á heimavelli þann 19. september. Það var upprunalega umferð númer tíu en skráist hér sem umferð númer sautján. Todor skoraði tvö mörk af sex mörkum heimamanna sem voru 0-2 undir í hálfleik. Markvörðurinn Björgvin Geir Garðarsson skoraði þá eitt marka Einherja. Todor hefur skorað fimmtán mörk í nítján leikjum í sumar.
Bjarki Flóvent Ásgeirsson var Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 18. umferð þegar hann skoraði þrjú mörk í 4-3 sigri Álftanes gegn Einherja. Eins og Sverir Mar orðaði það í nýjasta þætti Ástríðunnar þá var þrennan líflína fyrir liðið í þeirri fallbaráttu sem liðið er í. Hlusta má á þáttinn hér neðst í fréttinni.
Í næsta þætti Ástríðunnar verður tilkynnt um val á leikmanni umferðarinnar sem leikin var síðastliðinn miðvikudag og umferðarinnar sem fram fer í dag (umferð 19 og 20).
Toppbaráttan í deildinni er lítið spenanndi, Reynir og KV eru örugg með sæti í 2. deild að ári - einungis spurning hvort liðið vinnur deildina. Á meðan er fallbaráttan í algleymingi, fimm lið berjast um að vera ekki annað tveggja liða sem fellur niður í 4. deild. Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fjallar vel og ítarlega um deildina og hefur valið leikmenn umferðarinnar frá því í sjöttu umferð. Þeir Sverri Mar Smárason og Óskar Smári Haraldsson eru umsjónarmenn þáttarins. Leikmaður umferðarinnar í 3. deild er í boði Jako Sport. Í þættinum er búið að velja leikmann umferðarinnar í sex af umferðunum sjö og hér með er greint frá valinu í textaformi:
Leikmaður þrettándu umferðar (sem upprunalega var númer fimmtán) var leikmaður Elliða. Natan Hjaltalín skoraði tvö mörk í óvæntum útisigri Elliða á Reyni Sandgerði. Natan er 22 ára gamall og er uppalinn hjá Fylki. Natan hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum á leiktíðinni.
Vængir Júpíters unnu 4-2 heimasigur á Einherja þann 6. september. Gunnar Jökull Johns var maður leiksins og skoraði hann tvö mörk fyrir Vængi. Gunnar er fæddur árið 1994 og gekk í raðir Vængja frá Berserkjum í félagaskiptaglugganum í ágúst. Gunnar hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum með Vængjum. Leikur Vængja og Einherja var liður í sextándu umferð en skráist hér sem umferð númer fjórtán.
Sigurður Donys Sigurðsson skoraði eitt marka Einherja gegn KFG þann 12. september sem var upprunalega liður í sautjándu umferð en skráist hér sem umferð númer fimmtán. Siggi átti mjög góðan leik og var maður umferðarinnar þegar Einherji vann 3-2 heimasigur. Hann kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir og á þeim hálftíma sneri Einherji leiknum sér í hag eftir að hafa lent 0-2 undir.
Þriðjudaginn 15. september fór fram heil umferð. Sú umferð var samkvæmt upprunalegri uppröðun umferð númer ellefu en er hér á lista sem umferð sextán. Besti maður þeirrar umferðar var Sewa Bockarie Marah sem skoraði þrennu í 5-1 sigri Tindastóls gegn Einherja. Sewa lék sex leiki með Tindastóli en hefur yfirgefið herbúðir félagsins. Hann skoraði alls fjögur mörk í sex leikjum.
Todor Hristov, leikmaður Einherja, var í annað sinn leikmaður umferðarinnar í kjölfar frammistöðu sinnar gegn KV á heimavelli þann 19. september. Það var upprunalega umferð númer tíu en skráist hér sem umferð númer sautján. Todor skoraði tvö mörk af sex mörkum heimamanna sem voru 0-2 undir í hálfleik. Markvörðurinn Björgvin Geir Garðarsson skoraði þá eitt marka Einherja. Todor hefur skorað fimmtán mörk í nítján leikjum í sumar.
Bjarki Flóvent Ásgeirsson var Jako Sport-leikmaður umferðarinnar í 18. umferð þegar hann skoraði þrjú mörk í 4-3 sigri Álftanes gegn Einherja. Eins og Sverir Mar orðaði það í nýjasta þætti Ástríðunnar þá var þrennan líflína fyrir liðið í þeirri fallbaráttu sem liðið er í. Hlusta má á þáttinn hér neðst í fréttinni.
Í næsta þætti Ástríðunnar verður tilkynnt um val á leikmanni umferðarinnar sem leikin var síðastliðinn miðvikudag og umferðarinnar sem fram fer í dag (umferð 19 og 20).
Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Bestur í 7. umferð - Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Bestur í 8. umferð - Hörður Sveinsson (Reynir S.)
Bestur í 9. umferð - Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.)
Bestur í 10. umferð - Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik)
Bestur í 11. umferð - Karl Viðar Magnússon (Vængir Júpíters)
Bestur í 12. umferð - Jesus Perez Lopez "Hulk" (Höttur/Huginn)
Næstu leikir í 3. deild:
Í dag!
13:00 Sindri-Reynir S. (Sindravellir)
14:00 Elliði-KV (Fylkisvöllur)
14:00 Álftanes-Höttur/Huginn (Bessastaðavöllur)
14:00 Ægir-Einherji (Þorlákshafnarvöllur)
16:00 Tindastóll-Augnablik (Sauðárkróksvöllur)
18:00 KFG-Vængir Júpiters (Samsungvöllurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir