Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 03. október 2020 06:00
Victor Pálsson
Solskjær: Best fyrir Andreas að fara
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig um félagaskipti miðjumannsins Andreas Pereira.

Pereira hefur skrifað undir lánssamning við Lazio á Ítalíu en félagið má svo kaupa hann næsta sumar.

Brassinn var ekki fyrsti maður á blað hjá Solskjær og fékk því grænt ljós á að semja við ítalska stórliðið.

„Lazio er stórt lið. Andreas þarf að fá að spila reglulega. Hann byrjaði síðasta tímabil mjög vel og spilaði marga leiki," sagði Solskjær.

„Þú gast séð sjálfstraustið hans hækka en eftir að við keyptum Bruno Fernandes þá var staða Andreas tekin því Bruno kom inn af svo miklum krafti."

„Við ákváðum að þetta væri það besta fyrir Andreas."


Athugasemdir
banner