Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   þri 03. október 2023 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Napoli óheppnir gegn Real - Inter sýndi yfirburði
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítölsku stórliðin Napoli og Inter áttu erfiða heimaleiki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, þar sem Real Madrid og Benfica kíktu í heimsókn.

Napoli 2 - 3 Real Madrid
1-0 Leo Ostigard ('19 )
1-1 Vinicius Junior ('27 )
1-2 Jude Bellingham ('34 )
2-2 Piotr Zielinski ('54 , víti)
3-2 Alex Meret ('78 , sjálfsmark)

Miðvörðurinn Leo Östigard kom Napoli yfir gegn sigursælasta félagi í sögu keppninnar en Jude Bellingham svaraði fyrir Real Madrid með stoðsendingu fyrir Vinicius Junior og marki skömmu síðar.

Real leiddi í hálfleik en heimamenn í Napoli voru sterkari aðilinn eftir leikhlé. Piotr Zielinski jafnaði með marki úr vítaspyrnu og komust Ítalíumeistararnir nálægt því að endurheimta forystuna, en boltinn rataði ekki í netið.

Þess í stað skoruðu gestirnir mark eftir hornspyrnu en það var ansi skrautlegt. Federico Valverde smellhitti skoppandi bolta rétt utan vítateigs og þrumaði honum markslána, en þaðan skaust hann í bakið á Alex Meret markverði og í netið. Markið er því skráð sem sjálfsmark.

Napoli tókst ekki að gera jöfnunarmark þrátt fyrir tilraunir og eru Ítalirnir með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar. Real Madrid er með sex stig.

Braga og Union Berlin eru einnig með í riðlinum en þau áttust við fyrr í dag, þar sem Braga vann dramatískan 2-3 útisigur.

Inter 1 - 0 Benfica
1-0 Marcus Thuram ('62 )

Marcus Thuram skoraði þá eina markið í 1-0 sigri Inter gegn Benfica en heimamenn í Inter voru talsvert sterkari aðilinn og óheppnir að sigra ekki stærra.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og hefur Simone Inzaghi haldið góða hálfleiksræðu því það var aðeins eitt lið á vellinum eftir leikhlé.

Thuram skoraði á 62. mínútu en Inter fékk urmul færa og hefði hæglega getað unnið leikinn með þriggja eða fjögurra marka mun.

Inter deilir toppsæti riðilsins með Real Sociedad þar sem bæði lið eiga sex stig eftir tvær umferðir. Salzburg er með þrjú stig og Benfica situr á botninum án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner