PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti tekið við keflinu af Salah í framtíðinni
Karim Adeyemi.
Karim Adeyemi.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Karim Adeyemi er í þýskum fjölmiðlum orðaður við Liverpool.

Adeyemi átti stórkostlegan leik með Borussia Dortmund í vikunni þar sem hann skoraði þrennu gegn Celtic í Meistaradeildinni.

Hinn 22 ára gamli Adeyemi er mjög spennandi sóknarmaður en hann er þekktur fyrir að vera eldsnöggur. Á 2022/23 tímabilinu mældist hann á 36,65 kílómetra hraða á klukkstund en aldrei hefur leikmaður mælst á meiri hraða í þýsku úrvalsdeildinni.

Adeyemi hefur hingað til á þessu tímabili skorað fimm mörk og lagt upp fimm í átta leikjum. Hann hefur verið sjóðandi heitur og samkvæmt Bild í Þýskalandi er Liverpool tilbúið að borga 50 milljónir evra fyrir hann.

Adeyemi getur spilað á báðum vængjum og gæti verið flottur arftaki fyrir Mohamed Salah í framtíðinni. Salah, sem er 31 árs, er að renna út á samningi hjá Liverpool eftir yfirstandandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner