Frank de Boer sparaði ekki stóru orðin þegar hann talaði um Joshua Zirkzee, sóknarmann Manchester United, sem sérfræðingur á streymisveitunni Viaplay.
Zirkzee byrjaði með látum hjá United en eftir að hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið, þá hefur lítið farið fyrir honum. Hann átti mjög slakan leik gegn Tottenham um síðustu helgi, rétt eins og allt liðið bara.
Zirkzee byrjaði með látum hjá United en eftir að hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið, þá hefur lítið farið fyrir honum. Hann átti mjög slakan leik gegn Tottenham um síðustu helgi, rétt eins og allt liðið bara.
„Þetta var martröð fyrir hann. Zirkzee var algjörlega sjokkerandi lélegur. Hversu oft tók hann eiginlega ranga ákvörðun," sagði De Boer.
„Hann var meistari í því að tapa boltanum þarna. Þegar hann var að hita upp þá var ég að fylgjast með honum og skaut boltanum út um allt, nema á markið. Hann hitti ekki einu sinni á markið í upphitun, ekki einu sinni."
Zirkzee verður í eldlínunni í kvöld þegar Man Utd mætir Porto í Evrópudeildinni en fyrir leikinn fékk hann sérstakt leyfi til að fara til Liverpool borgar. Þar heimsótti hann gamla liðsfélaga í Bologna sem voru að spila við Liverpool í Meistaradeildinni. Hann fékk þar tækifæri til að hreinsa hugann aðeins með gömlum vinum en hann var keyptur til United frá Bologna í sumar.
Athugasemdir