
Hákon Arnar Haraldsson skoraði í gær sigurmarkið þegar Lille vann Róm í Evrópudeildinni. Afgreiðslan var einkar glæsileg eins og sjá má í fréttinni hér að neðan.
Fótbolti.net ræddi við Hauk Andra, yngri bróður Hákonar, fyrir leik ÍBV og ÍA og var Haukur spurður út í bróður sinn.
Fótbolti.net ræddi við Hauk Andra, yngri bróður Hákonar, fyrir leik ÍBV og ÍA og var Haukur spurður út í bróður sinn.
Afgreiðsla úr efstu hillu
Hvernig var að sjá bróður þinn setja sigurmarkið í Róm?
„Það var geggjað mark. Boltinn er allan tímann fyrir aftan hann þannig hvernig hann nær svona miklum krafti í skotið eru bara eintóm gæði, afgreiðsla úr efstu hillu," segir Haukur.
Nánast alltaf besti leikmaðurinn þegar hann spilar
Hákon er fyrirliði landsliðsins í fjarveru Orra Steins Óskarssonar. Hvernig er að sjá hann bera fyrirliðabandið í landsliðinu?
„Það er sturlun að sjá hann bera bandið. Hann þarf samt að eyða meiri tíma í ræktinni miðað við hversu oft það var að losna í leikjunum ef ég má slá á létta strengi. Miðað við frammistöðurnar hans með Lille og landsliðinu kemur það ekki á óvart að hann sé fyrirliði, tekur alltaf mikið til sín inn á vellinum og er nánast alltaf besti leikmaðurinn þegar hann spilar."
„Draumurinn er að ganga með honum út á Laugardalsvöll í landsliðstreyjunni einn daginn," segir Haukur sem er tveimur árum yngri en Hákon og er sjálfur leikmaður U21 landsliðsins.
Athugasemdir