Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. nóvember 2020 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suarez fékk gult fyrir að skoða VAR-skjáinn
Atletico Madrid gerði jafntefli við Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Úrslit:
Meistaradeildin: Gladbach með magnaðan útisigur í Úkraínu

Ekki þau úrslit sem Atletico hefði viljað. Anton Miranchuk jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Lokomotiv eftir að Jose Gimenez hafði komið Atletico yfir sjö mínútum áður.

Luis Suarez, sóknarmaður Atletico, fékk athyglisvert gult spjald í leiknum. Dómari leiksins fór að skoða VAR-skjáinn og fór Suarez með honum. Suarez skoðaði VAR-skjáinn og fyrir það fékk hann að líta gula spjaldið.

Hér að neðan má sjá myndir af þessu.


Athugasemdir
banner