Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félög í efstu og næstefstu deild hafa áhuga á Sæþóri
Sæþór Olgeirsson
Sæþór Olgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sæþór Olgeirsson átti mjög gott tímabil með Völsungi í sumar og var markakóngur 2. deildar ásamt því að vera valinn besti leikmaðurinn af fyrirliðum og þjálfurum.

Sæþór er 23 ára sóknarmaður sem tuttugu mörk í nítján leikjum. Hann er uppalinn Völsungur en hefur einnig leikið með KA á sínum ferli.

Samningur Sæþórs við félagið er að renna út undir lok árs og hafa heyrst sögur að önnur félög hafi áhuga á markaskoraranum.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Sæþór í gær.

Verðuru áfram hjá Völsungi? „Það er góð spurning. Samningurinn var að renna út og ég hef ekki tekið ákvörðun með framhaldið," sagði Sæþór.

„Ég hef fundið fyrir áhuga frá félögum," sagði Sæþór sem játti því að bæði lið úr efstu og næstefstu deild hefðu sýnt áhuga.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Keflavík eitt þeirra félaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner