
Denzel Dumfries var besti maður vallarins er Hollands kom sér í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins með því að vinna Bandaríkin, 3-1, í dag.
Dumfries lagði upp fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Memphis Depay og Daley Blind áður en hann gerði þriðja mark liðsins og kórónaði þar frábæra frammistöðu. Þar að auki bjargaði hann einu sinni á línu.
Hollendingurinn fær hæstu einkunn hjá Independent eða 9 og er því maður leiksins. Hann fékk einnig verðlaun frá FIFA eftir leikinn fyrir frammistöðuna.
Holland: Noppert (8), Timber (7), Van Dijk (7), Ake (8), Dumfries (9), De Jong (8), Klaassen (6), Gakpo (6), Depay (8).
Varamenn: Koopmeiners (6), Bergwijn (5).
Bandaríkin: Turner (8), Dest (6), Zimmermann (5), Ream (5), Robinson (6), Adams (5), McKennie (4), Musah (6), Weah (6), Ferreira (3), Pulisic (6).
Varamenn: Reyna (6), Wright (6), Aaronson (5).
Two assists, one goal-line clearance, one goal.
— B/R Football (@brfootball) December 3, 2022
Denzel Dumfries did it all today 😤 pic.twitter.com/4RAymrnAdY
Athugasemdir