Það var ansi viðburðaríkur dagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en alls voru 24 mörk skoruð í fimm leikjum.
Liverpool vann frækinn 4-3 sigur á Fulham þar sem Trent Alexander-Arnold klæddi sig í skikkju og landaði sigrinum fyrir heimamenn.
Chelsea lagði Brighton að velli, 3-2, á meðan Aston Villa og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli. West Ham og Crystal Palace skildu einig jöfn, 1-1.
Í lokaleiknum gerðu Manchester City og Tottenham 3-3 jafntefli í dramatískum leik, en allt það helsta má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir