Belgía og Wales tóku síðustu tvö sætin á Evrópumót kvennalandsliða sem fer fram í Sviss á næsta ári.
Belgía vann Úkraínu, 2-1, í Leuven. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Belgíu og náði liðið að fylgja því á eftir með öðrum sigri í kvöld til að koma sér á EM í þriðja sinn.
Wales mun þá fara á EM í fyrsta sinn í sögunni eftir 2-1 sigur liðsins á Írlandi.
Þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum sem fór fram í Wales, en liðið kom sér í góða tveggja marka forystu í kvöld. Írarnir minnkuðu muninn þegar lítið var eftir og misstu því af sæti á EM.
Það er nú ljóst hvaða sextán þjóðir munu spila á EM á næsta ári, en dregið verður í riðla þann 16. desember í Lausanne í Sviss. Ísland er í potti tvö ásamt Dönum, Englendingum og Ítölum.
Þessar þjóðir fara á EM:
Belgía
Danmörk
England
Finnland
Frakkland
Holland
Ítalía
Ísland
Noregur
Portúgal
Pólland
Spánn
Svíþjóð
Wales
Þýskaland
Athugasemdir