banner
   lau 04. janúar 2020 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Emil kominn til Padova (Staðfest)
Emil æfði og spilaði með FH fyrr í vetur.
Emil æfði og spilaði með FH fyrr í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er búinn að skrifa undir hálfs árs samning við Calcio Padova sem leikur í ítölsku C-deildinni.

Emil býr yfir mikilli reynslu úr ítalska boltanum þar sem hann hefur leikið fyrir Verona, Udinese, Frosinone og Reggina undanfarinn áratug í A- og B-deildunum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann reynir fyrir sér í C-deildinni.

Padova er í toppbaráttu og ætlar sér upp í B-deildina í sumar. Það verður áhugavert að sjá hvernig Emil mun ganga hjá sínu nýja félagi en hann verður 36 ára gamall í júní.

Emil mun því halda sér í toppformi í vetur en framundan er mikil áskorun fyrir íslenska landsliðið sem reynir að komast í lokakeppni EM 2020 bakdyramegin.
Athugasemdir
banner
banner