Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. janúar 2020 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Þægilegt hjá Man CIty - Wolves og Man Utd mætast aftur
Phil Foden fagnar af ákefð í kvöld
Phil Foden fagnar af ákefð í kvöld
Mynd: Getty Images
Tahith Chong í baráttunni gegn Wolves
Tahith Chong í baráttunni gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Bournemouth, Leicester City, Manchester City og Portsmouth eru öll komin áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir góða sigra í dag en Wolves og Manchester United þurfa að mætast aftur á Old Trafford.

Bournemouth vann fyrsta leik sinn frá því um miðjan desember er liðið vann 4-0 sigur á Luton. Philip Billing skoraði tvö mörk og þá komust Marc Wilson og Dominic Solanke einnig á blað.

Portsmouth skolaði út Joey Barton og félögum í Fleetwood Town en leiknum lauk með 2-1 sigri Portsmouth.

Leicester vann Wigan 2-0. Tom Pearce varð fyrir því óláni að koma knettinum í eigið net á 19. mínútu áður en Harvey Barnes skoraði annað markið undir lok fyrri hálfleiks. Leicester örugglega áfram í næstu umferð.

Pep Guardiola stillti upp sterku liðið á Etihad-leikvanginum er lið hans mætti Port Vale. Manchester City vann leikinn 4-1 en það var Oleksandr Zinchenko sem kom City yfir. Adam var þó ekki lengi í paradís því sextán mínútum síðar jafnaði Tom Pope með skalla fyrir Port Vale.

City lét það ekki á sig fá og kom Sergio Aguero City aftur yfir undir lok fyrri hálfleik. Taylor Harwood-Bellis gerði þriðja markið áður en Phil Foden gulltryggði sigur City.

Wolves og Manchester United gerðu þá markalaust jafntefli á Molineux leikvanginum. Það gerðist afar fátt í leiknum og rötuðu aðeins tvö skot á rammann. Man Utd vildi vítaspyrnu í fyrri hálfleik er Brandon Williams féll í teignum en VAR skoraði atvikið og dæmdi ekkert.

Liðin mætast aftur á Old Trafford.

Úrslit og markaskorarar:

Bournemouth 4 - 0 Luton
1-0 Philip Billing ('8 )
2-0 Marc Wilson ('68 )
3-0 Philip Billing ('79 )
4-0 Dominic Solanke ('82 )

Fleetwood Town 1 - 2 Portsmouth
0-1 James Bolton ('66 )
0-2 John Marquis ('72 )
1-2 Conor McAleny ('90 )

Leicester City 2 - 0 Wigan
1-0 Tom Pearce ('19 , sjálfsmark)
2-0 Harvey Barnes ('40 )

Manchester City 4 - 1 Port Vale
1-0 Oleksandr Zinchenko ('19 )
1-1 Tom Pope ('35 )
2-1 Sergio Aguero ('42 )
3-1 John Stones ('58 )
4-1 Phil Foden ('76 )

Wolves 0 - 0 Manchester Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner