Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   lau 04. janúar 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Ekki hollt að horfa á svona mikinn fótbolta
Jürgen Klopp hefur verið duglegur að kvarta undan of miklu leikjaálagi yfir jólatímann í enska boltanum og tók hann nýjan vinkil á fréttamannafundi í gær.

Hann tók vinkilinn frá sjónarhorni stuðningsmanns sem horfir á alla úrvalsdeildarleiki sem hann mögulega getur.

„Við erum að kasta fótbolta í fólk. Hvað voru margir leikir annan í jólum? Það voru einhverjir sem horfðu á alla þessa leiki í beinni útsendingu," sagði Klopp.

„Ég held að það sé ekki hollt fyrir ástarsamböndin þeirra, ég veit að það er ekki hollt fyrir mitt samband þó ég horfi á mjög mikið af fótbolta nú þegar.

„Fótbolti er eins og góður vinur. Ef þú sérð hann tvisvar á ári þá er það frábært en ef þú sérð hann á hverjum degi þá byrjarðu að hugsa 'hvað er hann alltaf að gera hérna?'"

Athugasemdir
banner