Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. janúar 2020 09:00
Aksentije Milisic
Solskjær svarar Persie: Á ekki rétt á að gagnrýna þjálfarastíl minn
Solskjær brosmildur eftir tapið.
Solskjær brosmildur eftir tapið.
Mynd: Skjáskot - BT Sport
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur svarað Robin Van Persie, fyrrverandi leikmanni United, en Persie var ekki skemmt yfir viðtalinu við Solskjær eftir tapleikinn gegn Arsenal á nýársdag.

Persie sagði þá að þetta væri ekki rétti tíminn til að brosa og að leikmenn ættu að óttast þjálfarann.

Solskjær var spurður út í þessi ummæli hjá Persie á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wolves í dag og Ole svaraði svo sannarlega fyrir sig.

„Ég þekki ekki Robin og hann þekkir ekki mig. Hann hefur líklega ekki rétt á að gagnrýna þjálfarastíl minn og ég mun ekki breytast. Það er klárt. Hann tók mína treyju númer 20 hjá United og það er líklega það eina sem hann mun nokkurn tímann taka frá mér," sagði Solskjær.

Solskjær hefur legið undir mikilli gagnrýni á þessari leiktíð og ljóst er að pressan á einungis eftir að aukast. United mætir Wolves á útivelli í FA bikarnum í dag klukkan 17.31.
Athugasemdir
banner