Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo sleit samstarfi sínu við Mendes fyrir HM
Jorge Mendes og Cristiano Ronaldo
Jorge Mendes og Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo sleit samstarfi sínu við umboðsmanninn Jorge Mendes fyrir HM í Katar en þetta segir portúgalska blaðið Publico í dag.

Ronaldo gekk á dögunum í raðir Al-Nassr í Sádi Arabíu og skrifaði þar undir þriggja ára samning.

Hann verður launahæsti leikmaður heims hjá félaginu og mun þéna um 200 milljónir evra á ári.

Það vakti athygli að umboðsmaðurinn Jorge Mendes kom ekki nálægt félagaskiptunum en hann hefur séð um öll mál Ronaldo síðustu tvo áratugi.

Mendes er sá einn sá stærsti í heiminum á sínu sviði en ástæðan fyrir því að hann kom ekki nálægt þessum félagaskiptum er sú að þeir félagarnir slitu samstarfi í nóvember.

Ástæðurnar eru margar. Ronaldo var óánægður með að Mendes hafi ekki fundið topplið fyrir sig í Evrópu og þá var umboðsmaðurinn orðinn þreyttur á hegðun leikmannsins.

Mendes stakk upp á því á síðasta ári að hann væri til Al-Nassr í Sádi Arabíu en Ronaldo neitaði þeirri hugmynd en ákvað nú aðeins ári síðar að slá til og það án þess að fá hjálparhönd frá Mendes.

Ricardo Regufe sá um viðræður Ronaldo við Al-Nassri en hann kynntist kappanum er hann var á mála hjá Real Madrid. Ricardo er hans hægri hönd í dag og sér um öll hans mál.
Athugasemdir
banner