Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 04. mars 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona svaraði Sevilla: Fótbolti snýst um virðingu
Barcelona komst í úrslit spænska bikarsins í gær.
Barcelona komst í úrslit spænska bikarsins í gær.
Mynd: Getty Images
Barcelona svaraði Sevilla á samfélagsmiðlum í gær eftir bikareinvígi félagana. Ath

Liðin mættust í undanúrslitum spænska bikarsins, nánar tiltekið í undanúrslitunum. Sevilla vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum en í gærkvöld mættust liðin á Nývangi, heimavelli Barcelona.

Barcelona tók forystuna með glæsimarki Ousmane Dembele á tólftu mínútu en Lucas Ocampos hefði getað farið langt með að klára einvígið fyrir Sevilla á 73. mínútu, af vítapunktinum. Marc Andre ter Stegen varði hins vegar frá honum og í uppbótartímanum kom Gerard Piqué Barcelona í 2-0.

Martin Braithwaite tryggði Barcelona svo sigur í framlengingu og munu Börsungar spila til úrslita í keppninni gegn Athletic Bilbao.

Sevilla notaði í síðasta mánuði mynd af Piqué, miðverði Barcelona, að reyna að elta Kylian Mbappe, leikmann PSG, í Meistaradeildinni. Sevilla notaði myndina til að gera grín að því að liðið er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og á því ekki lengur möguleika á vinna Evrópudeildina, keppni sem þeir hafa unnið oftast af öllum félögum.

Þeir aðilar sem stjórna samfélagsmiðlum Barcelona gleymdu þessu greinilega ekki. Þeir svöruðu myndinni nefnilega í gær.

„Fótbolti snýst um virðingu. Góða nótt," skrifaði Barcelona í svari sínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner