Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. mars 2023 14:25
Brynjar Ingi Erluson
England: Man City tveimur stigum frá toppliði Arsenal
Manchester City vann góðan sigur á Newcastle
Manchester City vann góðan sigur á Newcastle
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 0 Newcastle
1-0 Phil Foden ('15 )
2-0 Bernardo Silva ('67 )

Englandsmeistarar Manchester City eru tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal eftir að hafa unnið Newcastle United, 2-0, í 26. umferð deildarinnar á Etihad-leikvanginum í dag.

Heimamenn fengu gjöf frá Newcastle strax á 15. mínútu leiksins en þá átti Rodri sendingu út á hægri vænginn á Phil Foden sem fékk stórt svæði til að hlaupa í. Vörn Newcastle var sofandi á verðinum og tókst Foden að keyra inn í teiginn áður en hann kom boltanum í netið. Boltinn hafði viðkomu af Sven Botman og framhjá Nick Pope í markinu.

Callum Wilson fékk gott færi til að jafna leikinn átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en hann hitti boltann illa.

Bernardo Silva kom inná sem varamaður á 67. mínútu leiksins og var hann ekki lengi að láta að sér kveða. Jack Grealish fann Erling Braut Haaland sem náði að pota honum á Silva. Portúgalski sóknartengiliðurinn teygði sig í boltann og tókst að ná þéttingsföstu táarskoti í hann og þaðan í netið.

Foden gat bætt við þriðja marki Man City þegar fimm mínútur voru eftir en Pope varði vel.

Ekki gerðist meira markvert í þessum leik og 2-0 sigur Man City staðreynd. Man City er í öðru sæti með 58 stig, tveimur stigum á eftir Arsenal, en Newcastle í 5. sæti með 41 sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner