Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. mars 2023 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ægir vann í Garðabæ - Abdul með þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Sindri

Ægir er loksins kominn með sigur í Lengjubikarnum eftir að liðið lagði KFG að velli í Garðabæ í dag.


Heimamenn í KFG leiddu í leikhlé þökk sé marki frá Kára Péturssyni snemma leiks en Ægismenn sneru stöðunni við í síðari hálfleik. Jóhannes Karl Bárðarson jafnaði áður en Renato Punyed skoraði sigurmarkið.

Þetta eru fyrstu stig Ægis í Lengjubikarnum í vor eftir þrjár umferðir og er þetta jafnframt fyrsti tapleikur KFG eftir þrjár umferðir. Liðin leika í riðli 3 í B-deild Lengjubikarsins.

Í riðli 2 átti Hvíti riddarinn heimaleik gegn Sindra og lentu gestirnir ekki í erfiðleikum. Abdul Bangura setti þrennu í þægilegum fjögurra marka sigri Sindra sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Hvíti riddarinn er án stiga og með markatöluna 1-14. 

KFG 1 - 2 Ægir
1-0 Kári Pétursson ('6)
1-1 Jóhannes Karl Bárðarson ('58)
1-2 Renato Punyed ('73)

Hvíti riddarinn 0 - 4 Sindri
0-1 Abdul Bangura ('17)
0-2 Björgvin Freyr Larsson ('45)
0-3 Abdul Bangura ('53)
0-4 Abdul Bangura ('64)


Athugasemdir
banner
banner
banner