Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. mars 2023 10:07
Brynjar Ingi Erluson
West Ham vill þrjá frá Man Utd - Kane til Bayern?
Powerade
Harry Maguire til West Ham?
Harry Maguire til West Ham?
Mynd: Getty Images
Bayern hefur áfram áhuga á Harry Kane
Bayern hefur áfram áhuga á Harry Kane
Mynd: EPA
Emiliano Martínez til Tottenham?
Emiliano Martínez til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol er orðaður við Liverpool
Josko Gvardiol er orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi en það er fullt af skemmtilegum molum að þessu sinni.

West Ham er að skoða það að fá þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Harry Maguire (29), Scott McTominay (26) og Anthony Martial (27) eru allir á blaði hjá félaginu. (Football Insider)

Arsenal ætlar að reyna við Julian Brandt (26), leikmann Borussia Dortmund. (Bild)

Don Garber, einn af stjórnendum MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum, segir að það þurfi svipaðan díl og David Beckham fékk árið 2007, til að fá Lionel Messi (35) í deildina, en deildin og Inter Miami eru reiðubúin að gera honum veglegt tilboð til að fá hann í deildina. (Athletic)

Emile Smith Rowe (22), gæti þurft að finna sér nýtt félag í sumar en Arsenal er tilbúið að selja enska miðjumanninn. (Fichajes)

AC Milan, Inter og Juventus vilja öll fá Roberto Firmino (31), leikmann Liverpool í sumar, en það var tilkynnt í gær að hann væri á förum frá enska félaginu. (Football Italia)

Bayern München ætlar að leggja fram tilboð í Harry Kane (29), framherja Tottenham í sumar, þrátt fyrir að Eric Maxim Choupo-Moting (33) hafi framlengt samning sinn við félagið. (90min)

Kane mun vera áfram hjá Tottenham ef félagið fær James Ward-Prowse (28) frá Southampton. (Talksport)

Tottenham er þá að íhuga að fá Emiliano Martínez (30) frá Aston Villa til að leysa Hugo Lloris (36) af hólmi. (90min)

Eigendur Chelsea sjá Romelu Lukaku (29), ekki sem framtíðarleikmann félagsins, en hann er á láni hjá Inter út leiktíðina. (Gazzetta dello Sport)

Leandro Paredes (28), miðjumaður Paris Saint-Germain, mun snúa aftur til félagsins frá Juventus eftir tímabilið. Ítalska félagið ætlar ekki að virkja kaupákvæðið í samningnum. (Fabrizio Romano)

Atlético Madríd ætlar að bjóða í Inigo Martinez (31), varnarmanni Athletic Bilbao, samning í sumar, en núverandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (AS)

Manchester United er að fylgjast með Tammy Abraham (25), framherja Roma. (inews)

Liverpool er komið í baráttuna um Josko Gvardiol (21), varnarmann RB Leipzig. (Football Insider)

Stjórn Chelsea er klofin vegna framtíðar Graham Potter eftir vonbrigðatímabil. Englendingurinn fær þó stuðning frá Todd Boehly, eiganda félagsins. (Mail)

Atlético Madríd ætlar ekki að halda Sergio Reguilon (26) á láni frá Tottenham á næstu leiktíð en Diego Simeone er sagður óánægður með frammistöðu spænska bakvarðarins. (Marca)

Amadou Onana (21), miðjumaður Everton og belgíska landsliðsins, er opinn fyrir því að yfirgefa félagið í sumar. (So Foot)

Manchester United hefur enn áhuga á Frenkie de Jong (25), miðjumanni Barcelona. (Talksport)

Aston Villa mun berjast við Everton og West Ham um Pedro (25), framherja Flamengo og brasilíska landsliðsins. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner