Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool fær kaldar kveðjur frá egypska fótboltasambandinu - „Réttur okkar að velja Salah“
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Egypska fótboltasambandið hefur hafnað beiðni Liverpool um að halda Mohamed Salah í landsleikjaglugganum en þetta staðfestir sambandið á vefsíðu sinni.

Salah hefur aðeins spilað einn leik síðan Afríkukeppninni lauk í síðasta mánuði, en meiðsli hafa haldið honum frá vellinum.

Ekki er víst hvenær hann verður klár í slaginn og hefur Liverpool greinilega áhyggjur af leikformi hans. Félagið sendi beiðni um að Salah verði undanskilinn frá næsta verkefni, en fótboltasambandið ákvað að svara til baka með opinberu og köldu bréfi.

„Við höfum þegar fengið bréf frá Liverpool um að veita Mohamed Salah undanþágu frá æfingabúðum landsliðsins vegna meiðsla. Við kölluðum eftir að fá Mohamed Salah, meðal annarra atvinnumanna til að vera með okkur í æfingabúðunum.

Það er réttur okkar að velja hvaða atvinnumann sem er svo lengi sem það er í löglegum landsleikjaglugga. Það er síðan undir Hossam Hassan og þjálfarateymi hans komið hvort hann verði með eða ekki. Það er enn of snemmt að taka ákvörðun í málinu, en ef Salah tekur þátt í einhverjum leik fyrir gluggann þá munum við standa við valið og mun læknisteymið skoða hann til að sjá hvort hann sé klár í slaginn.“


Egyptaland tekur þátt í Winsunited-bikarnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok mánaðarins ásamt Túnis, Króatíu og Nýja-Sjálandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner