Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. apríl 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tengdó tjáir sig: De Ligt sér ekki eftir því að hafa valið Juve
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, miðvörðurinn ungi, valdi síðasta sumar að ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus. De Ligt hefur átt upp og ofan tímabil og ekki alveg náð að láta ljós sitt skína eftir skipti frá Ajax síðasta sumar.

Að undanförnu hefur de Ligt verður orðaður við brottför frá Ítalíu og er Manchester United sagt hafa áhuga. Keje Molenaar er tengdafaðir de Ligt en Molenaar var á sínum tíma hollenskur landsliðsmaður. Hann tjáði sig um sögusagnirnar við Tutto Juve í dag.

„Þetta eru einfaldlega sögusagnir, ekkert meira sem þarf að segja um það. Matthjs sér ekki eftir því að hafa valið Juventus. Hann og Annekee (dóttir Molenaar) njóta sín í Tórínó. Juventus hefur séð vel um þau."

Sögusagnir undanfarið hafa verið á þá leið að Paul Pogba verði seldur frá United og þá geti félagið tekið inn de Ligt í staðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner