Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. apríl 2021 17:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og Brighton: Cavani og Pogba byrja
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:30 hefst leikur Manchester United og Brighton í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar. United stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á meðan Brighton er sex stigum frá fallsæti. Liðið hefur hins vegar verið að spila vel upp á síðkastið.

Man Utd vann 1-0 heimasigur á West Ham í síðasta deildarleik sínum en Brighton fór auðveldlega með Newcastle í miklum fallbaráttuslag. Brighton vann leikinn örugglega með þremur mörkum gegn engu.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri heimamanna, gerir tvær breytingar frá leiknum gegn West Ham. Edinson Cavani og Paul Pogba koma inn í liðið fyrir þá Scott McTominay og Daniel James.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir enga breytingu frá sigurleiknum í síðustu umferð.

Man Utd: Henderson, Lindelof, Maguire, Pogba, Cavani, Rashford, Greenwood, Fred, Bruno, Shaw, Bissaka.
(Varamenn: De Gea, Tuanzebe, Williams, Amad, James, Matic, McTominay, Van de Beek)

Brighton: Sanchez, Veltman, White, Dunk, Moder, Gross, Bissouma, Lallana, Trossard, Welbeck, Maupay.
(Varamenn: Steele, Karbownik, Mac Allister, Jahanbakhsh, Alzate, Propper, Caicedo, Zeqiri)
Athugasemdir
banner
banner