Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði við dómarann að hann væri sá „versti í sögunni"
Mateo Kovacic.
Mateo Kovacic.
Mynd: Getty Images
Mateo Kovacic, miðjumaður Chelsea, var orðinn ansi pirraður á dómaranum David Coote í leik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær.

West Brom vann ótrúlegan 5-2 sigur á Stamford Bridge en það var fyrsta tap Thomas Tuchel sem stjóri Chelsea.

Chelsea missti af þremur dýrmætum stigum og fékk á sig fimm mörk. Eftir komu Tuchel hafði liðið einungis fengið á sig tvö mörk í fjórtán leikjum fyrir leikinn í gær.

Thiago Silva fékk að líta tvö gul spjöld í fyrri hálfleik og var honum vikið af velli.

Leikmenn Chelsea voru pirraðir á David Coote, dómara, og var þar Kovacic fremstur í flokki. Kovacic fékk gult spjald fyrir tæklingu í seinni hálfleik en hann vildi meina að hann hefði farið í boltann. Króatíski miðjumaðurinn lét Coote heyra það og sagði við hann að hann væri „versti dómari sögunnar".

Fjölmiðlamenn á vellinum greindu frá þessu en Coote spjaldaði Kovacic ekki aftur fyrir þau ummæli.

Athugasemdir
banner
banner