Benedikt V. Warén var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA en hann kemur á láni frá Breiðabliki út þetta tímabil. Fótbolti.net ræddi við Benedikt og spurði hann út í skiptin. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
„Mér líst mjög vel á þetta og er mjög spenntur fyrir sumrinu. ÍA er mjög flott lið og frábært að vera kominn þangað," sagði Benedikt.
Hann er tvítugur og er uppalinn í Breiðabliki. Hann lék með Vestra á láni í fyrra og þá var Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra. Jón Þór er í dag þjálfari ÍA.
„Jón Þór heyrði í mér, hann var með mér í Vestra í fyrra og það samstarf gekk mjög vel. Það hjálpaði mikið."
Önnur félög höfðu áhuga á að fá Benedikt til sín á láni. Skipti máli að ÍA spilar í Bestu deildinni í sumar?
„Það er skemmtilegt að spila í efstu deild, það gekk mjög vel hjá Vestra í fyrra og mér finnst ég tilbúinn að stíga skref upp núna."
„Í sumar langar mig að spila sem mest og standa mig vel," sagði Benedikt að lokum.
Athugasemdir