Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. maí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Rangnick: Man Utd þarf að kaupa tvo nútíma sóknarmenn
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United.
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Manchester United þarf að kaupa tvo „nútíma" sóknarmenn sem koma inn með alvöru gæði í sóknarlínuna segir Ralf Rangnick.

Rangnick fer í ráðgjafahlutverk á Old Trafford þegar Erik ten Hag tekur við í sumar og fer að endurbyggja leikmannahópinn.

United er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur skorað 57 mörk, 27 mörkum minna en Manchester City. Ronaldo hefur skorað 24 sinnum í 38 leikjum í öllum keppnum.

„Cristiano er í grunninn ekki fremsti sóknarmaður. Það er augljóst að liðið þarf tvo sóknarmenn til að koma inn með meiri gæði og fleiri möguleika, nútíma sóknarmenn," segir Rangnick.

„Það eru ekki mörg topplið sem spila með tvo menn fremst. Flestir spila með þrjá sóknarmenn eða falska níu. Ef þúhorfir á Liverpool eða Manchester City þá eru liðin með fimm eða sex topp sóknarmenn."

„Þar til fyrir fjórum vikum spilaði Gabriel Jesus lítið fyrir City. Nú spilar hann reglulega. Er hann að spila sem fremsti maður eða vængmaður? Er Jack Grealish vængmaður eða sóknarmaður? Þeir eru sóknarleikmenn og geta leyst mismunandi stöður. Þeir geta skipt, þeir geta fært sig. Við þurfum að fá inn þannig leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner