Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   fim 04. maí 2023 22:25
Kári Snorrason
Óskar Hrafn biður spámenn að anda með nefinu: Það eru 22 umferðir eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, mörk Breiðabliks skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta vera erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum vel og kláruðum þetta í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðari hluti fyrri hálfleiks var eign Stjörnunnar. Við þurftum einhvernveginn að lifa hann af, sem við gerðum. Þó að við vorum minna með boltann í síðari hálfleik fannst mér við ráða ágætlega við þá."

„Við fengum auðvitað óteljandi möguleika til að skora þriðja og fjórða markið og klára þennan leik. Ég er helst pirraður yfir því hvað við erum einbeitingalausir á síðasta þriðjung, óvenju margar feilsendingar. En í grunninn þó að ég geti staðið hérna og tuðað yfir frammistöðunni þá lögðu menn sig 100 prósent fram."

Breiðablik er með 9 stig eftir 5 umferðir, hvernig finnst þér uppskeran?

„Ég veit það ekki, mér finnst tilgangslaust að velta því fyrir sér. Við erum með 9 stig en það er hægt að horfa á sömu leiki í fyrra þá gerðum við jafntefli í fyrra við ÍBV en töpuðum núna. Við töpuðum fyrir Val, unnum þá núna og töpuðum fyrir Stjörnunni en unnum þá núna. Það er hægt að líta á þetta eins og Íslandsmeistararnir séu með 9 stig og byrji ömurlega. En það er líka hægt að líta á þetta að við séum að ná betri árangri á völlum sem við spilum á núna en í fyrra."

„Við erum bara þar sem við erum, ég veit ekki einu sinni í hvaða sæti við erum enda skiptir það engu máli. Það er heilt mót eftir 22 umferðir. Ég bið alla sem eru að spá liðum norður og niður eða upp að anda með nefinu og muna það að það eru 22 umferðir eftir.''

Viðtalið má sjá í heild sinn í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner