Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 04. maí 2023 22:25
Kári Snorrason
Óskar Hrafn biður spámenn að anda með nefinu: Það eru 22 umferðir eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, mörk Breiðabliks skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta vera erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum vel og kláruðum þetta í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðari hluti fyrri hálfleiks var eign Stjörnunnar. Við þurftum einhvernveginn að lifa hann af, sem við gerðum. Þó að við vorum minna með boltann í síðari hálfleik fannst mér við ráða ágætlega við þá."

„Við fengum auðvitað óteljandi möguleika til að skora þriðja og fjórða markið og klára þennan leik. Ég er helst pirraður yfir því hvað við erum einbeitingalausir á síðasta þriðjung, óvenju margar feilsendingar. En í grunninn þó að ég geti staðið hérna og tuðað yfir frammistöðunni þá lögðu menn sig 100 prósent fram."

Breiðablik er með 9 stig eftir 5 umferðir, hvernig finnst þér uppskeran?

„Ég veit það ekki, mér finnst tilgangslaust að velta því fyrir sér. Við erum með 9 stig en það er hægt að horfa á sömu leiki í fyrra þá gerðum við jafntefli í fyrra við ÍBV en töpuðum núna. Við töpuðum fyrir Val, unnum þá núna og töpuðum fyrir Stjörnunni en unnum þá núna. Það er hægt að líta á þetta eins og Íslandsmeistararnir séu með 9 stig og byrji ömurlega. En það er líka hægt að líta á þetta að við séum að ná betri árangri á völlum sem við spilum á núna en í fyrra."

„Við erum bara þar sem við erum, ég veit ekki einu sinni í hvaða sæti við erum enda skiptir það engu máli. Það er heilt mót eftir 22 umferðir. Ég bið alla sem eru að spá liðum norður og niður eða upp að anda með nefinu og muna það að það eru 22 umferðir eftir.''

Viðtalið má sjá í heild sinn í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner