Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   fim 04. maí 2023 22:25
Kári Snorrason
Óskar Hrafn biður spámenn að anda með nefinu: Það eru 22 umferðir eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, mörk Breiðabliks skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta vera erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum vel og kláruðum þetta í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðari hluti fyrri hálfleiks var eign Stjörnunnar. Við þurftum einhvernveginn að lifa hann af, sem við gerðum. Þó að við vorum minna með boltann í síðari hálfleik fannst mér við ráða ágætlega við þá."

„Við fengum auðvitað óteljandi möguleika til að skora þriðja og fjórða markið og klára þennan leik. Ég er helst pirraður yfir því hvað við erum einbeitingalausir á síðasta þriðjung, óvenju margar feilsendingar. En í grunninn þó að ég geti staðið hérna og tuðað yfir frammistöðunni þá lögðu menn sig 100 prósent fram."

Breiðablik er með 9 stig eftir 5 umferðir, hvernig finnst þér uppskeran?

„Ég veit það ekki, mér finnst tilgangslaust að velta því fyrir sér. Við erum með 9 stig en það er hægt að horfa á sömu leiki í fyrra þá gerðum við jafntefli í fyrra við ÍBV en töpuðum núna. Við töpuðum fyrir Val, unnum þá núna og töpuðum fyrir Stjörnunni en unnum þá núna. Það er hægt að líta á þetta eins og Íslandsmeistararnir séu með 9 stig og byrji ömurlega. En það er líka hægt að líta á þetta að við séum að ná betri árangri á völlum sem við spilum á núna en í fyrra."

„Við erum bara þar sem við erum, ég veit ekki einu sinni í hvaða sæti við erum enda skiptir það engu máli. Það er heilt mót eftir 22 umferðir. Ég bið alla sem eru að spá liðum norður og niður eða upp að anda með nefinu og muna það að það eru 22 umferðir eftir.''

Viðtalið má sjá í heild sinn í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner