Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 04. maí 2023 22:25
Kári Snorrason
Óskar Hrafn biður spámenn að anda með nefinu: Það eru 22 umferðir eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, mörk Breiðabliks skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta vera erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum vel og kláruðum þetta í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðari hluti fyrri hálfleiks var eign Stjörnunnar. Við þurftum einhvernveginn að lifa hann af, sem við gerðum. Þó að við vorum minna með boltann í síðari hálfleik fannst mér við ráða ágætlega við þá."

„Við fengum auðvitað óteljandi möguleika til að skora þriðja og fjórða markið og klára þennan leik. Ég er helst pirraður yfir því hvað við erum einbeitingalausir á síðasta þriðjung, óvenju margar feilsendingar. En í grunninn þó að ég geti staðið hérna og tuðað yfir frammistöðunni þá lögðu menn sig 100 prósent fram."

Breiðablik er með 9 stig eftir 5 umferðir, hvernig finnst þér uppskeran?

„Ég veit það ekki, mér finnst tilgangslaust að velta því fyrir sér. Við erum með 9 stig en það er hægt að horfa á sömu leiki í fyrra þá gerðum við jafntefli í fyrra við ÍBV en töpuðum núna. Við töpuðum fyrir Val, unnum þá núna og töpuðum fyrir Stjörnunni en unnum þá núna. Það er hægt að líta á þetta eins og Íslandsmeistararnir séu með 9 stig og byrji ömurlega. En það er líka hægt að líta á þetta að við séum að ná betri árangri á völlum sem við spilum á núna en í fyrra."

„Við erum bara þar sem við erum, ég veit ekki einu sinni í hvaða sæti við erum enda skiptir það engu máli. Það er heilt mót eftir 22 umferðir. Ég bið alla sem eru að spá liðum norður og niður eða upp að anda með nefinu og muna það að það eru 22 umferðir eftir.''

Viðtalið má sjá í heild sinn í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner