Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 04. maí 2023 22:25
Kári Snorrason
Óskar Hrafn biður spámenn að anda með nefinu: Það eru 22 umferðir eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í kvöld og unnu Stjörnuna 2-0, mörk Breiðabliks skoruðu þeir Gísli Eyjólfsson og Stefán Ingi Sigurðarson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Breiðablik

„Mér fannst þetta vera erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum vel og kláruðum þetta í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Síðari hluti fyrri hálfleiks var eign Stjörnunnar. Við þurftum einhvernveginn að lifa hann af, sem við gerðum. Þó að við vorum minna með boltann í síðari hálfleik fannst mér við ráða ágætlega við þá."

„Við fengum auðvitað óteljandi möguleika til að skora þriðja og fjórða markið og klára þennan leik. Ég er helst pirraður yfir því hvað við erum einbeitingalausir á síðasta þriðjung, óvenju margar feilsendingar. En í grunninn þó að ég geti staðið hérna og tuðað yfir frammistöðunni þá lögðu menn sig 100 prósent fram."

Breiðablik er með 9 stig eftir 5 umferðir, hvernig finnst þér uppskeran?

„Ég veit það ekki, mér finnst tilgangslaust að velta því fyrir sér. Við erum með 9 stig en það er hægt að horfa á sömu leiki í fyrra þá gerðum við jafntefli í fyrra við ÍBV en töpuðum núna. Við töpuðum fyrir Val, unnum þá núna og töpuðum fyrir Stjörnunni en unnum þá núna. Það er hægt að líta á þetta eins og Íslandsmeistararnir séu með 9 stig og byrji ömurlega. En það er líka hægt að líta á þetta að við séum að ná betri árangri á völlum sem við spilum á núna en í fyrra."

„Við erum bara þar sem við erum, ég veit ekki einu sinni í hvaða sæti við erum enda skiptir það engu máli. Það er heilt mót eftir 22 umferðir. Ég bið alla sem eru að spá liðum norður og niður eða upp að anda með nefinu og muna það að það eru 22 umferðir eftir.''

Viðtalið má sjá í heild sinn í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner