Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kante snýr aftur í landsliðið - Mbappe á sínum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur valið hópinn sem mun taka þátt á EM í Þýskalandi í sumar.


Það vekur athygli að hinn 33 ára gamli N'Golo Kante, leikmaður Al-Ittihad í Sádí-Arabíu, er í hópnum en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hópnum síðan árið 2022. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru á miðsvæðinu í franska liðinu, þar á meðal Warren Zaïre-Emery, 18 ára gamall miðjumaður PSG.

Þá er Kylian Mbappe einnig í hópnum en hann hefur verið mikið í fréttum undanfarið þar sem hann yfirgefur PSG í sumar.

Reynsluboltinn Olivier Giroud er einnig í hópnum ásamt Marcus Turam sem varð Ítalíumeistari með Inter.

Leikmenn á borð við Michael Olise, Malo Gusto, Mo Simakan, Jean Clair Todibo, Axel Disasi, Mattéo Guendouzi, Jean-Philippe Mateta og Moussa Diaby eru ekki í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner