Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Býr á Akranesi en er í stjórn Keflavíkur - „Það var alltaf eini draumurinn minn"
Kiddi Guðbrands.
Kiddi Guðbrands.
Mynd: Víkurfréttir
Kiddi Guðbrands, Siggi Jóns og Mihajlo Bibercic.
Kiddi Guðbrands, Siggi Jóns og Mihajlo Bibercic.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í kvöld fer fram leikur Keflavíkur og ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík.

Liðin hafa marga rimmuna háð en eftirminnilegasti leikur liðanna er líklega leikur liðanna á Akranesi árið 2007 þegar Bjarni Guðjónsson skoraði með skoti fyrir aftan miðju.

Kristinn H Guðbrandsson er uppalinn Keflvíkingur sem býr á Akranesi og er í stjórn Keflavíkur.

Hann er fyrrum leikmaður Keflavíkur og varð síðar þjálfari.

Það þarf fólk eins og þig - Kristinn Guðbrandsson
Á samfélagsmiðlum Keflavíkur var í dag birt skemmtilegt þar sem hitað er upp fyrir leikinn með því að heimsækja Kidda sem hefur búið á Akranesi síðan 2011.

Hann segir í innslaginu að hans eini draumur hefði verið að ná að spila með Keflavík.

„Við tókum hús á Keflavíkurgoðsögn sem býr á Skaganum. Varnarjaxlinn Kristinn Guðbrandsson setur það ekki fyrir sig að keyra á old-boys æfingar og fundi til Keflavíkur frá Akranesi," segir í færslu Keflavíkur.
Mynd:

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:15.


Athugasemdir
banner
banner
banner