Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son í skýjunum með Postecoglou - „Elska hvernig hann vill spila"
Mynd: EPA

Heung-min Son leikmaður Tottenham er sannfærður um að frammistaða liðsins verði mun betri á næstu leiktíð.

Liðinu mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir tap gegn Man City í vikunni.


Mikil umræða skapaðist í kringum leikinn hjá stuðningsmönnum Tottenham að vilja tapa leiknum til að koma í veg fyrir að Arsenal myndi vinna titilinn. Ange Postecoglou var allt annað en sáttur með þessa umræðu en hann tjáði sig á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Ég held að síðustu 48 klukkustundirnar hafi sýnt að grunnviðirnir séu mjög viðkvæmir. Innan sem utan félagsins," sagði Postecoglou. Hann vildi ekki segja um hvað nákvæmlega hann væri að tala en það er auðvelt að álykta að hann eigi þar við umræðuna í kringum leikinn, að vilja tapa honum í stað þess að eiga möguleika á því að komast í Meistaradeildina.

Son tók upp hanskann fyrir Postecoglou í samtali við Evening Standard.

„Við skulum átta okkur áþvíað þetta er fyrsta árið hans og hann kom með svo mikla jákvæðni og öðruvísi fótbolta. Ég veit að það er of snemmt að segja það en við verðum að gera miklu betur á næstu leiktíð, ég hef enn trú á því að hann geti náð miklum árangri hjá félaginu," sagði Son.

„Ég elska hvernig hann vill spila, þetta er í fyrsta sinn sem ég hef upplifað þetta. Félagið, leikmennirnir og stuðningsmennirnir hafa tekið næsta skref því við höfum öll verið saman í þessu. Hann hefur klárlega sýnt að hann getur náð árangri."


Athugasemdir
banner
banner
banner