Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Getustigið í Bandaríkjunum er miklu hærra en menn halda"
'Þar eru allir í góðu formi en hérna sér maður að menn eru orðnir rosalega þreyttir á 70.- 80. mínútu'
'Þar eru allir í góðu formi en hérna sér maður að menn eru orðnir rosalega þreyttir á 70.- 80. mínútu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er auðvitað ógeðslega svekkjandi að vera fara, kann mjög vel við þessa strákar og langar eiginlega að klára tímabilið'
'Það er auðvitað ógeðslega svekkjandi að vera fara, kann mjög vel við þessa strákar og langar eiginlega að klára tímabilið'
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birgir Baldvinsson sneri aftur til Akureyrar frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Hann horfði á leik KA gegn KR úr stúkunni en kom svo inn í byrjunarliðið gegn Val og var svo maður leiksins gegn Vestra í bikarnum í gær.

Birgir er í meistaranámi í iðnaðarverkfræði við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann á þar eina önn eftir, fer aftur út í lok júlí eða snemma í ágúst og missir því af lok tímabilsins í ár. Námið er alls ekki gefins en Birgir fékk skólastyrk í gegnum íslenska fyrirtækið Soccer & Education USA.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

Birgir var til viðtals eftir leikinn í gær og var spurður út í námið og fótboltann í Bandaríkjunum.

„Standið á mér er flott, ég hljóp af mér rassgatið í þessum leik. Við vorum í stífri þjálfun úti. Það er bara æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið frá Hadda (þjálfara). Það er svo gott að fá allar þessar mínútur í líkamann," sagði bakvörðurinn.

Hann var vestanhafs á undirbúningstímabilinu, var því ekkert með KA. „Við náum svo vel saman allir strákarnir, hópurinn er svo þéttur. Um leið og ég var kominn inn þá leið mér strax eins og ég væri kominn heim."

Birgir segir getustigið í háskólaboltanum vera miklu hærra en fólk almennt heldur. „Það eru allir rosalegir íþróttamenn, allir rosalega fljótir, sterkir og í góðu formi. Það er kannski smá munurinn, þar eru allir í góðu formi en hérna sér maður að menn eru orðnir rosalega þreyttir á 70.- 80. mínútu. Getustigið er miklu hærra en menn halda."

En hvernig er hugsunin, hvort skiptir meira máli fótboltinn eða námið?

„Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ef þú spyrð þjálfarann minn þá segir hann að námið skipti meira máli, en hann veit alveg að það er fótboltinn. Ég reyni að blanda þessu vel saman, það er lögð gríðarleg áhersla á styrktarþjálfun, erum að lyfta óhemjumikið."

Er ekkert svekkjandi að vita að þú sért að fara missa af lok tímabilsins hér á Íslandi?

„Jú, það er mjög svekkjandi. En þannig er þetta bara núna. Ég á bara eina önn eftir úti, ætla bara að klára þetta með stæl. Við (KA) erum með pjúra gæði í þessu liði. Það er auðvitað ógeðslega svekkjandi að vera fara, kann mjög vel við þessa strákar og langar eiginlega að klára tímabilið. En það verður víst að vera svona í ár," sagði Birgir.

Fótboltatímabilið í Bandaríkjunum er á haustönninni svo eftir komuna út mun Birgir spila fullt af fótboltaleikjum fram í nóvember. Hann mun m.a. mæta liðsfélaga sínum úr KA, Sveini Margeiri Haukssyni, sem er á leið í nám við UCLA.

Birgir er 23 ára, er uppalinn KA maður en hefur einnig leikið með Leikni og Aftureldingu á sínum ferli.
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner