Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Rooney: Man Utd á að losa sig við alla nema Bruno og ungu strákana
Wayne Rooney sparar ekki stóru orðin.
Wayne Rooney sparar ekki stóru orðin.
Mynd: Getty Images
Rooney er goðsögn hjá Manchester United.
Rooney er goðsögn hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney fyrrum sóknarmaður Manchester United kallar eftir hreinsunum hjá félaginu. Rooney er markahæstur í sögu félagsins og sagði sína skoðun eftir 3-2 sigur United gegn Newcastle í gær.

Þrátt fyrir jákvæð úrslit í síðasta heimaleik tímabilsins hefur þetta verið erfitt tímabil fyrir United. Stuðningsmenn vonast þó eftir óvæntum úrslitum í bikarúrslitaleiknum annan laugardag, þegar United mætir City á Wembley.

„Það verður að endurbyggja liðið í kringum Bruno (Fernandes). Hann er með gæðin og baráttuandann. Það á að halda Bruno og ungu leikmönnunum en láta aðra fara," segir Rooney við Sky Sports.

„Ég tel að það þurfi að framkvæma stórtækar hreinsanir á leikmannahópnum. Það verður að gerast. Það gerist ekki á einu ári en það verður að gera þetta á nætu tveimur árum."

Þurfa betri leikmenn
Rooney var þá spurður að því hvort félagið ætti að losa sig við leikmenn eins og Andre Onana, Diogo Dalot og Harry Maguire.

„Onana var óöruggur í byrjun en hefur orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Dalot hefur gert vel og Maguire hefur verið inn og út. Til að keppa í þessari deild þurfa þeir betri leimmenn. Ekki misskilja mig, þetta eru góður leikmenn en til að veita Man City, Liverpool og Arsenal samkeppni þarf betri leikmenn."

Rooney var beðinn um að gedfa sitt álit á sínum fyrrum samherja, Marcus Rashford. Hann hefur bara skorað átta mörk á þessu tímabili eftir að hafa skorað 30 á því síðasta.

„Við vitum öll að Marcus er með hæfileikana til að spila í fremstu röð en hann hefur ekki náð að sýna það á þessu tímabili. Ég velti því fyrir mér hvort hann þurfi að fara í annað félag. Hann þarf að velta því fyrir sér. Ég vil að hann verði áfram og slái met hjá félaginu en hann þarf að leggja mikið á sig og skrúfa hausinn rétt á," segir Rooney.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner