Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   fim 16. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Búist við því að Pochettino verði áfram
Pochettino verður líklega áfram.
Pochettino verður líklega áfram.
Mynd: Getty Images
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino verður væntanlega áfram stjóri Chelsea en Guardian segir hann vera með stuðning valdamikilla einstaklinga innan félagsins.

Þetta hefur verið sveiflukennt tímabil hjá ungu liði Chelsea en það hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki.

Chelsea er í sjötta sæti og eitt stig í lokaumferðinni tryggir Evrópusæti fyrir næsta tímabil. Möguleiki er fyrir liðið að enda í fimmta sæti. Chelsea var í tólfta sætinu þann 3. apríl.

„Málsmetandi einstaklingar í Chelsea telja að skynsamlegast væri að halda Pochettino," segir Jacob Steinberg hjá Guardian.

Mikil umræða hefur verið um hvort eigandinn Todd Boehly muni halda sig við Argentínumanninn og sagt að einhverjir stjórnarmeðlimir séu með efasemdir.

„Við höfum spilað fallegan fótbolta í síðustu leikjum. Flæðið var svo gott og þetta var alveg eins og við viljum sjá liðið spila. Hlutirnir eru að falla saman hjá okkur og það hefur sést í síðustu leikjum," sagði Boehly á íþróttaráðstefnu í Los Angeles í síðustu viku.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner