Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 16. maí 2024 18:37
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og KR: Markmannsbreytingar hjá báðum liðum - Aron Sig áfram á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Eftir rúman klukkutíma hefst leikur Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Stjarnan, sem vann Augnablik 2-1 í 32-liða úrslitunum, gera tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Fram á dögunum í Bestu deildinni. Mathias Brinch Rosenorn, markmaðurinn, og Örvar Eggertsson, koma inn í liðið fyrir þá Árna Snæ og Andra Adolphsson.

KR-ingar unnu KÁ nokkuð örugglega í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Gregg Ryder gerir fjórar breytingar á KR-liðinu frá 2-1 tapinu gegn HK seinustu helgi. Sigurpáll Sören, Moutaz Neffati, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki koma úr liðinu fyrir þá Guy Smit, Theodór Elmar, Aron Kristófer og Luke Rae.


Byrjunarlið Stjarnan:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
30. Rúrik Gunnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner