Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi: Orri er einn sá besti í deildinni
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur framundan í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem FC Kaupmannahöfn og Midtjylland eigast við í toppbaráttuslag. Fyrir leikinn er FCK í öðru með 58 stig en Midtjylland er með jafnmörg stig í þriðja sæti. Bröndby hefur leikið einum leik meira og er á toppnum með 59 stig.

Íslendingar munu eigast við í leiknum í kvöld þar sem miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með Midtjylland og sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson leikur með FCK. Þeir eru liðsfélagar í landsliðinu og þekkjast vel.

Sverrir ræddi við Tipsbladet fyrir leikinn en hann segir að Orri sé einn besti sóknarmaður dönsku deildarinnar.

„Ég held að Orri hafi komið mörgum á óvart með því hversu vel hann hefur staðið sig á þessu tímabili. Hann kom líka inn í landsliðið þar sem hann hefur staðið sig frábærlega, skorað og lagt upp mörk. Það er aðdáunarvert hversu vel hann er að standa sig miðað við aldur," segir Sverrir en Orri er bara 19 ára gamall.

„Ég þekki hann og ég veit að ég verð að passa vel upp á hann því Orri er einn besti sóknarmaður deildarinnar og hann hefur sýnt það á þessu tímabili."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner