Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 16. maí 2024 18:26
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Fylkis og HK: Stefán Stefánsson byrjar í marki HK
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurbergur byrjar gegn sínum gömlu félögum
Sigurbergur byrjar gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Klukkan 19:15 flautar Twana Khalid Ahmed til leiks á Fylkisvelli þar sem Fylkir og HK mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Leikið verður til þrautar hér í kvöld. 



Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Breiðablik í deildinni nú á dögunum. Sigurbergur Áki Jörundsson fæddur árið 2004 byrjar hjá Fylki í dag og þá kemur Nikulás Val Gunnarsson einnig inn í lið Fylkismanna. Arnór Breki Ásþórsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson fá sér sæti á bekknum. 

Ómar Ingi Guðmundsson gerir aðeins fleiri breytingar frá sigrinum gegn KR í síðasta deildarleik.  Stefán Stefánsson byrjar í marki HK í stað Arnars Freyrs Ólafssonar. Þá er fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson ekki í hóp hjá HK í kvöld. 


Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
72. Orri Hrafn Kjartansson

Byrjunarlið HK:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Marciano Aziz
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson
28. Tumi Þorvarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner