Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fim 16. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal líklegast til að hreppa Sesko
Benjamin Sesko er spennandi leikmaður.
Benjamin Sesko er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Sesko er hávaxinn sóknarmaður.
Sesko er hávaxinn sóknarmaður.
Mynd: EPA
Arsenal er talið líklegast til að landa Benjamin Sesko, sóknarmanni RB Leipzig, í sumar.

Mikel Arteta vill styrkja sóknarlínu sína í sumar. Gabriel Jesus hefur verið í vandræðum með að halda sér heilum, Eddie Nketiah ekki náð að vinna sér inn sæti og Kai Havertz verið fyrsti kostur sem fremsti maður.

Hinir ýmsu sóknarmenn hafa verið orðaðir við Arsenal, þar á meðal Ivan Toney hjá Brentford, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Joshua Zirkzee hjá Bologna.

Telegraph segir Arsenal hafa mikinn áhuga á Sesko og sé að íhuga að gera tilboð í þennan tvítuga hávaxna Slóvena.

Sesko hefur verið orðaður við mörg stór félög í Evrópu síðustu mánuði, þar á meðal Man United, Chelsea og AC Milan.

Sesko gekk í raðir Leipzig síðasta sumar eftir fjögur ár hjá systurfélaginu Red Bull Salsburg þar sem hann skoraði 29 mörk í 79 leikjum. Hann er með 11 mörk í 28 landsleikjum fyrir Sloveníu og hefur átt flott fyrsta tímabil í Þýskalandi, skorað 17 mörk í öllum keppnum.

Sky í Þýskalandi segir að riftunarákvæði í samningi Sesko hafi hækkað upp í 64 milljónir punda vegna góðrar frammistöðu hans.

Spennandi verður að sjá Sesko með slóvenska landsliðinu á EM í sumar en þar mun þjóðin spila í fyrsta sinn síðan árið 2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner