Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 16. maí 2024 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi hafði betur gegn Orra í toppbaráttuslag
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Guðmundur Svansson

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru með tveggja stiga forystu á toppi dönsku deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.


Liðið lagði FCK í kvöld en Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði FCK. Midtjylland komst yfir en Orri Steinn kom síðan boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Stuttu síðar bætti Midtjylland við öðru marki. FCK minnkaði muninn þegar Diogo Goncalves skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum en nær komust þeir ekki. Midtjylland er á toppnum með 61 stig en FCK er í 3. sæti með 58 stig, Bröndby er í 2. sæti með 59 stig.

Kolbeinn Þórðarson lagði upp seinna jöfnunarmarkið þegar Gautaborg gerði 2-2 jafntefli gegn Sirius í efstu deild í Svíþjóð.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli gegn Kalmar. Ísak Andri Sigurgeirsson var ónotaður varamaður. Gautaborg er í 14. sæti með 8 stig eftir níu umferðir og Norrköping í 12. sæti með ellefu stig.

Þá var Óskar Borgþórsson ónotaður varamaður þegar Sogndal vann Álasund í næst efstu deild í Noregi. Hann hefur verið fjarverandi veegna meiðsla undanfarna mánuði. Daníel Snær Jóhannsson lék allan leikinn fyrir Álasund.


Athugasemdir
banner
banner
banner