Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 10:08
Elvar Geir Magnússon
Chiesa tjáði sig um sína framtíð eftir að bikarinn fór á loft
Federico Chiesa kyssir bikarinn.
Federico Chiesa kyssir bikarinn.
Mynd: Getty Images
Mynd: Juventus
Federico Chiesa segist vera byrjaður að ræða við Juventus um framlengingu á samningi sínum. Hann vill vera áfram hjá félaginu en neitar að tjá sig um framtíð stjórans, Massimilano Allegri.

Chiesa ræddi við fjölmiðlamenn eftir að Juventus tryggði sér ítalska bikarmeistaratitilinn í gær, með 1-0 sigri gegn Atalanta.

„Það voru markmiðin að vinna bikarinn og komast í Meistaradeildina. Ég hef rætt við stjórnina um að framlengja og við munum funda eftir tímabilið," segir Chiesa.

„Við fáum okkur sæti í rólegheitunum, ræðum um verkefnið og tökum upp þráðinn."

Samningur Chiesa rennur út eftir ár en Juventus ætlar að bjóða honum framlengingu um eitt ár á sömu launum.

„Ég vil vera áfram hjá þessu stóra félagi og koma Juventus aftur á þann stall sem það á að vera. Ég samgleðst stuðningsmönnum með bikarmeistaratitilinn eftir erfiða mánuði í ítölsku A-deildinni."

Fjallað hefur verið um að Chiesa hafi lent í deilum við Allegri á tímabilinu og var sóknarmaðurinn spurður að því hvort hann byggist við stjóraskiptum í sumar.

„Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því. Þú verður að spyrja þá sem stjórna," svaraði Chiesa, sem er 26 ára og hefur skorað átta mörk og átt þrjár stoðsendingar í 35 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner