Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Havertz ekki búinn að ákveða framtíð sína
Kai Havertz gæti farið til Englands
Kai Havertz gæti farið til Englands
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Kai Havertz hefur ekki ákveðið framtíð sína en Bayer Leverkusen vonast enn til að halda leikmanninum þrátt fyrir mikinn áhuga frá stórliðum.

Havertz er búinn að skapa sér nafn í þýsku deildinni og það þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall.

Hann er stjarnan í liði Leverkusen og hafa stærstu félögin á Englandi sýnt mikinn áhuga á að fá hann. Liverpool og Manchester United vilja fá hann en Bayern München ætlar einnig að bera víurnar í hann.

Havertz er þó ekki búinn að gera upp hug sinn og vonast félagið að hann verði áfram í alla vega eitt tímabil til viðbótar.

„Við vitum ekki hvað gerist með Kai. Við vitum bara að mörg stórlið frá Þýskalandi og í Evrópu eru á eftir honum og hann hefur klárlega hæfileikana til að spila hvar sem er," sagði Simon Rolfes, yfirmaður íþróttamála hjá Leverkusen.

„Hann er frábær leikmaður og Leverkusen hefur alltaf sýnt ungu leikmönnunum stuðning en við verðum að bíða og sjá. Það eru margir faktorar sem hafa áhrif. Framtíðin hans er ekki ákveðin,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner