Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sótthreinsigöng við Bloomfield leikvanginn í Tel Aviv
Mynd: Reuters
Við Bloomfield leikvanginn í Tel Aviv hafa verið sett upp sérstök sótthreinsigöng sem leikmenn ganga í gegnum. Sótthreinsivökva er úðað á leikmennina til að minnka líkur á Covid-19 smiti.

Göngin við leikvanginn, sem er heimavöllur Maccabi, Hapoel og Bnei Yehuda Tel Avic, skynjar þegar fólk fer í göngin.

Úðarar opnast þá í fimmtán sekúndur og er úðað vökva sem myndar mistur í göngunum.

„Flest fólk vill fara í gegnum göngin, þeim finnst það auka öryggi þess," sagði Eran Druker, talsmaður fyrirtækisins sem framleiðir göngin. Hann segir þó að þetta lækni engan en hjálpi við baráttuna við frekari smit.

Ísraelski boltinnn fór af stað að nýju eftir hlé síðastliðinn laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner