Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Keflavík fái 40 þúsund evrur fyrir Björn Boga
Björn í leik með Keflavík.
Björn í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var í dag tilkynnt um félagaskipti Björns Boga Guðnason til Heerenveen í Hollandi.

Björn Bogi er 17 ára sóknarmaður sem er seldur frá Keflavík til Hollands.

Björn Bogi mun fara í U21 lið félagsins en samningur hans er til þriggja ára.

Michel Jansen, yfirmaður akademíu Heerenveen, segir að Björn sé lipur sóknarmaður með mikla hæfileika. Vonast sé til þess að hann þróist í að verða leikmaður aðalliðsins.

Björn Bogi, sem 1,91 metri á hæð, fór til reynslu hjá félaginu í apríl og í lokuðum æfingaleik náð hann að skora fjögur mörk.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Dr Football hlaðvarpsins, segir að Keflavík hafi fengið 40 þúsund evrur fyrir Björn frá hollenska félaginu. Það jafngildir 5,9 milljónum íslenskra króna.

„Keflavík geta eitthvað notað það," sagði Hrafnkell í þættinum.

Björn spilaði fjóra leiki í Lengjudeildinni í fyrra þegar Keflavík vann deildina og komst upp í Pepsi Max-deildina. Þá skoraði hann þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Víði í 2. deildinni en þangað fór hann á láni.

Kaupverðið er ekki gefið upp en samningurinn er trúnaðarmál á milli félaga. Það verður spennandi að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner