Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   sun 04. júní 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Asensio og Mariano yfirgefa Real Madrid (Staðfest)
Marco Asensio er á förum
Marco Asensio er á förum
Mynd: EPA
Marco Asensio og Mariano Diaz yfirgefa spænska félagið Real Madrid um mánaðamótin. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær.

Asensio kom til Real Madrid frá Real Mallorca árið 2014 og var í þokkalega stóru hlutverki fyrstu tvö tímabilin.

Síðan þá hefur hann verið í aukahlutverki og verið að spila í kringum tvö þúsund mínútur á hverju tímabili.

Hann hefur verið fastamaður í spænska landsliðinu og þá í nýju hlutverki sem fölsk nía.

Asensio mun yfirgefa Real Madrid um mánaðarmótin og er líklega á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Mariano Díaz mun einnig yfirgefa félagið. Hann náði aldrei að festa sæti sitt í liðinu á tólf árum sínum hjá Real Madrid en vann þó þrettán titla á tíma sínum í Madríd.
Athugasemdir