Tammy Abraham meiddist í síðasta leik Roma á tímabilinu þegar liðið vann Spezia 2-1.
Abraham fann sig ekki á þessari leiktíð en hann skoraði aðeins átta mörk í 38 leikjum í deildinni.
Sky Sports Italia greinir frá því að um krossbandameiðsl séu að ræða og gæti það þýtt að hann verði frá út árið.
Hann kom inn á þegar tæpur hálftími var til leiksloka en hann meiddist aðeins 20 mínútum síðar og þurfti að fara af velli.
Þessi 25 ára gamli enski framherji gekk til liðs við Roma frá Chelsea fyrir 35 milljónir punda árið 2021. Hann hefur leikið 106 leiki og skorað 36 mörk fyrir ítalska félagið.
Bad news for Tammy Abraham. It’s ACL injury for English striker on final game of the season with AS Roma, Sky Sport are reporting. ???????????????????????????????? #Abraham
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Waiting for club statement indications, Sky report that he’d be out until the end of the year, November/December. pic.twitter.com/hWWyE5k53C