Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   sun 04. júní 2023 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zlatan táraðist þegar hann var kvaddur á San Siro
Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic yfirgefur AC Milan eftir tímabilið en þessi 41 árs gamli framherji hefur verið hjá félaginu frá 2019.


Hann hefur ekki getað spilað mikið á þessari leiktíð vegna meiðsla en hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum og skoraði í þeim eitt mark.

Milan hefur tryggt sér sæti í Meistaradeildinni en liðið er þessa stundina að vinna Verona 1-0 þegar u.þ.b hálftími er til leiksloka. Þessi úrslit þýða að Verona fellur.

Zlatan getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er á vellinum en stuðningsmenn liðsins kvöddu hann í kvöld. Hann táraðist við að sjá stuðninginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner