Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. júlí 2021 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fabregas: Pedri næsta stórstjarna Barcelona
Mynd: Getty Images
Samningur Lionel Messi við Barcelona er runninn út og framtíð hans í uppnámi.

Forseti Barcelona er sannfærður um að hann muni ná að semja við Messi upp á nýtt.

Spænska landsliðið er komið í undan úrslit á EM en í hópnum er m.a. Pedri sem er 18 ára gamall miðjumaður Barcelona.

Cesc Fabregas fyrrum leikmaður Barcelona sagði við talkSPORT að Pedri verið næsta stórstjarna Barcelona. Hann ræddi frammistöðu hans á EM.

„Hann byrjaði frekar hægt, eins og allt liðið, hann hefur vaxið í gegnum mótið. Hann spilaði frábærlega með Barcelona á tímabilinu." sagði Fabregas við talkSPORT.

„Hann er aðeins 18 ára, við getum ekki gleymt því. Hann er sérstaklega hæfileikaríkur og ég held að hann verði stjarna í nánustu framtíð."

„Sjálfstraustið hans heillar mig. Hann er alltaf að biðja um boltann, stundum getur hann gert betur eða tekið aðrar ákvarðanir en hann vill boltann alltaf, í erfiðum aðstæðum er hann alltaf til staðar, það líkar mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner