Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 04. júlí 2021 16:01
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd undirbýr samningaviðræður við Shaw
Luke Shaw í leik með enska landsliðinu
Luke Shaw í leik með enska landsliðinu
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er að undirbúa samningaviðræður við enska landsliðsmanninn Luke Shaw en hann hefur verið einn besti maður landsliðsins á Evrópumótinu.

Shaw lagði upp tvö mörk í 4-0 sigri Englands á Úkraínu í gær er þjóðin tryggði sig inn í undanúrslit Evrópumótsins.

Hann er því kominn með þrjár stoðsendingar á EM og hefur komið mikið við sögu í sóknarleik Englendinga.

Varnarlega hefur hann reynst mjög vel, Enska liðið hefur ekki enn fengið á sig mark og fylgir hann eftir góðum árangri með Manchester United á síðustu leiktíð.

Samkvæmt Fabrizio Romano er United að undirbúa samningaviðræður við Shaw en þær munu hefjast á næstu tveimur mánuðum.

Shaw á tvö ár eftir af samningnum hjá United en félagið vill binda hann til næstu fimm ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner