Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 04. júlí 2023 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Þetta var bara fagmannlega gert myndi ég segja. Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma og mér fannst við bara hafa góða stjórn á leiknum." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik komst snemma yfir í leiknum og viðurkenni Ási að það hafi verið mikill léttir.

„Já það var mikill léttir því að leikurinn síðasta laugardag situr alveg aðeins í mannskapnum þannig að ná marki snemma í þessum leik var bara virkilega ljúft og skipti máli uppá það hvernig leikurinn þróaðist."

Breiðablik spiluðu síðasta laugardag við Stjörnuna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

„Við nálguðumst það bara þannig að setja mikið af ferskum löppum inná og leikmenn sem hafa kannski minna verið að byrja undanfarið fengu tækifærið í dag og sýndu sig og stóðu sig vel og gefa mér kannski ágætis hausverk í framhaldinu."

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner