Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 04. júlí 2023 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Þetta var bara fagmannlega gert myndi ég segja. Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma og mér fannst við bara hafa góða stjórn á leiknum." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik komst snemma yfir í leiknum og viðurkenni Ási að það hafi verið mikill léttir.

„Já það var mikill léttir því að leikurinn síðasta laugardag situr alveg aðeins í mannskapnum þannig að ná marki snemma í þessum leik var bara virkilega ljúft og skipti máli uppá það hvernig leikurinn þróaðist."

Breiðablik spiluðu síðasta laugardag við Stjörnuna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

„Við nálguðumst það bara þannig að setja mikið af ferskum löppum inná og leikmenn sem hafa kannski minna verið að byrja undanfarið fengu tækifærið í dag og sýndu sig og stóðu sig vel og gefa mér kannski ágætis hausverk í framhaldinu."

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner