Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 04. júlí 2023 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.

Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Tindastóll

„Þetta var bara fagmannlega gert myndi ég segja. Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma og mér fannst við bara hafa góða stjórn á leiknum." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik komst snemma yfir í leiknum og viðurkenni Ási að það hafi verið mikill léttir.

„Já það var mikill léttir því að leikurinn síðasta laugardag situr alveg aðeins í mannskapnum þannig að ná marki snemma í þessum leik var bara virkilega ljúft og skipti máli uppá það hvernig leikurinn þróaðist."

Breiðablik spiluðu síðasta laugardag við Stjörnuna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

„Við nálguðumst það bara þannig að setja mikið af ferskum löppum inná og leikmenn sem hafa kannski minna verið að byrja undanfarið fengu tækifærið í dag og sýndu sig og stóðu sig vel og gefa mér kannski ágætis hausverk í framhaldinu."

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner