Breiðablik tóku á móti Tindastól á Kópavogsvelli í kvöld þegar 11.umferð Bestu deildar kvenna lauk.
Breiðablik var fyrir umferðina búið að tilla sér í toppsætið eftir flottan sigur gegn Val í umferðinni á undan og freistuðu þess að halda í toppsætið.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Tindastóll
„Þetta var bara fagmannlega gert myndi ég segja. Lykilatriðið í þessum leik var að ná marki snemma og mér fannst við bara hafa góða stjórn á leiknum." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
Breiðablik komst snemma yfir í leiknum og viðurkenni Ási að það hafi verið mikill léttir.
„Já það var mikill léttir því að leikurinn síðasta laugardag situr alveg aðeins í mannskapnum þannig að ná marki snemma í þessum leik var bara virkilega ljúft og skipti máli uppá það hvernig leikurinn þróaðist."
Breiðablik spiluðu síðasta laugardag við Stjörnuna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
„Við nálguðumst það bara þannig að setja mikið af ferskum löppum inná og leikmenn sem hafa kannski minna verið að byrja undanfarið fengu tækifærið í dag og sýndu sig og stóðu sig vel og gefa mér kannski ágætis hausverk í framhaldinu."
Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |