Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða um helgina - Tveir Evrópuslagir á morgun
Mynd: EPA
Átta liða úrslitin á HM félagsliða hefjast í kvöld. Nokkur óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós á mótinu og nokkur sterk Evrópulið eru farin heim.

Í fyrsta leik 8-liða úrslitanna er ekki að finna Evrópulið þar sem brasilíska liðið Fluminense og Al-Hilal frá Sádi-Arabíu mætast.

Annað brasilískt lið, Palmeiras, mætir Chelsea klukkan eitt í nótt.

Það eru síðan tveir Evrópuslagir á morgun. Meistaradeildarmeistararnir í PSG mæta Bayern og Real Madrid og Dortmund mætast. Bræðurnir Jude (Real Madrid) og Jobe Bellingham (Dortmund) munu ekki mætast þar sem Jobe tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

föstudagur 4. júlí
19:00 Fluminense - Al Hilal Riyadh
01:00 Palmeiras - Chelsea

laugardagur 5. júlí
16:00 PSG - Bayern
20:00 Real Madrid - Dortmund
Athugasemdir
banner