Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 04. ágúst 2020 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool hefur haft samband við Sarr
Ismaila Sarr
Ismaila Sarr
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Liverpool ætla að styrkja sig í sumarglugganum en félagið hefur haft samband við Ismaila Sarr, leikmann Watford, en það er Watford Observer sem greinir frá þessu í dag.

Þessi 22 ára gamli leikmaður var einn af björtu punktunum í leik Watford á síðasta tímabili en liðið féll niður um deild í lokaumferðinni.

Gengi liðsins var afar slakt eftir að deildin fór aftur af stað og tókst Aston Villa að bjarga sér frá falli.

Mikill áhugi er á Sarr, sem skoraði 5 mörk og lagði upp 6 í deildinni á tímabilinu en hann var sérstaklega öflugur er Watford gerðist fyrsta liðið til að vinna Liverpool í deildinni. Hann gerði tvö mörk í leiknum.

Samkvæmt Watford Observer þá hefur Liverpool haft samband við umboðsmann Sarr en ljóst er að það verður barist um þennan öfluga vængmann í glugganum.

Watford keypti Sarr frá Rennes í Frakklandi fyrir metfé á síðasta ári en félagið greiddi 30 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner